Desemberuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum í byrjun desember ár hvert, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.m.t. að því er varðar starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbótin er mishá eftir kjarasamningum. Desemberuppbótin árið 2019 er kr. 92.000,- fyrir fullt starf hjá þeim sem starfa samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, LÍV og SA, Samiðn og SA Hjá þeim …
Vegna nýrra kjarasamninga
Kæru félagsmenn Við biðjumst velvirðingar á þeim töfum sem hafa orðið á útgáfu nýrra kjarasamninga með innfelldum breytingum. Þessa töf má rekja til þess að landssamböndin sem við erum aðilar að hafa ekki gefið út nýjustu samningana og því erum við í sömu stöðu og þið – að bíða. Um leið og nýjir samningar koma á netið munu þeir vera …
Stytting á vinnutíma verslunar- og skrifstofufólks í Stéttarfélagi Vesturlands
Landssamband íslenskra verslunarmanna sem Stéttarfélag Vesturlands á aðild að, gerði kjarasamning við SA þann 15. apríl 2019. Í þeim samningi var samið um styttingu vinnuvikunnar fyrir verslunar- og skrifstofufólk. Þeir félagsmenn Stétt Vest sem vinna eftir þessum kjarasamningi þurfa að semja við atvinnurekendur um útfærslu sem hentar hverjum vinnustað fyrir 1.desember 2019. Samið var um 9 mínútna vinnutímastyttingu á dag …
Stéttarfélag Vesturlands styður verkefni í heimabyggð
Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands sem haldinn var í Alþýðuhúsinu 30.apríl sl. samþykkti að félagið myndi styrkja góð málefni í heimabyggð. Ákveðið var að styrkja nokkrar stofnanir á félagssvæðinu með fjárframlögum til tækjakaupa til að létta starfsmönnum störf og bæta bæði líðan íbúa og starfsmanna. þetta voru Dvalar og hjúkrunarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi, Hjúkrunarheimilið Fellsendi og Dvalarheimlið Silfurtún í Dalabyggð. Þá …
Samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar undirritað
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar – stéttarfélags hafa undirritað samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila þar sem stefnt er að gerð nýs kjarasamnings fyrir 20. október næstkomandi. Jafnframt drógu SGS og Efling – stéttarfélag til baka vísun kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara. Þann 1. október 2019 verður hverjum starfsmanni greidd innágreiðsla á væntanlegan kjarasamning að upphæð 125.000 …
Breytingar varðandi afgreiðslu í menntasjóðum og sjúkrasjóði
Nýung hjá Stéttarfélagi Vesturlands Nú verða allar styrkumsóknir í menntasjóði og allar umsóknir nema sjúkradagpeningar í sjúkrasjóði afgreiddar annan hvern föstudag. Við byrjum á að greiða út 13.september nk. síðan 27.september og svo koll af kolli. Til þess að fá afgreitt þarf að hafa skilað öllum gögnum í síðasta lagi miðvikudag fyrir afgreiðsludag. Sjúkradagpeningar verða áfram afgreiddir síðasta virkan dag …
Sumarið er ekki alveg búið …..
Við eigum enþá lausar vikur í orlofshúsum okkar fyrir þá sem vilja njóta síðsumarsins til dæmis fyrir austan Einarsstaðir: laust frá og með deginum í dag og til 23.ágúst, laust 23.-30.ágúst og fyrstu 2 vikurnar í september. Um miðjan september skilum við þessu húsi og fáum aftur inn til okkar Kiðaárskóg 1 í Húsafelli Þverlág 6 Flúðum: laust 23.-30.ágúst. Um …
Hvað er kynferðisleg áreitni?
Starfsgreinasambandið hefur gefið út einblöðung fyrir starfsfólk stéttarfélaga og trúnaðarmenn um kynferðislega áreitni og viðbrögð við henni. Einblöðungurinn er hluti af fræðslustarfi sambandins gagnvart stéttarfélögum og trúnaðarmönnum og miðar að því að gera félög betur í stakk búin til að taka á þeim málum sem upp koma. Í einblöðungnum er fjallað um hvað kynferðisleg áreitni þýðir, þ.e. almennar skilgreiningar og hvaða birtingarmyndir hún hefur. …
Lokað vegna sumarleyfa 1.-9.ágúst
Kæru félagsmenn og aðrir Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1.ágúst og til og með 9.ágúst. Opnum aftur með bros á vör mánudaginn 12.ágúst
Fréttatilkynning frá SGS 17. júlí 2019
Dapurlegar hótanir og mismunun af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga Starfsgreinasamband Íslands (SGS mótmælir harðlega þeirri gróflegu mismunun sem Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) ætlast til að sveitarfélögin sýni gagnvart sínu starfsfólki. Kjaradeila SGS og sveitarfélaganna er í hörðum hnút og var vísað til Ríkissáttasemjara vegna þess að Samninganefnd sveitarfélaganna krafðist þess að SGS félli frá fyrirliggjandi samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda og …