Verkfalli Iðnsveinadeildar Stétt Vest aflýst

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Í dag undirritaði Samiðn f.h. aðildarfélaga nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018.Almennar launahækkanir eru í takt við gerða samninga Flóans og VR sem undirritaðir voru 29. maí s.l. og voru samþykktir í dag með miklum meirihluta atkvæða. Almennar launahækkanir eru metnar á um 16% en þær eru breytilegar vegna launaþróunartryggingar.Gerðar eru breytingar á kauptaxtakerfinu. Byrjunartaxti …

Kjarasamningar samþykktir hjá Stétt Vest

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kjarasamningar Stéttarfélags Vesturlands sem undirritaðir voru 29. maí sl. við Samtök atvinnulífsins  voru samþykktir. Atkvæði voru greidd í tvennu lagi, um aðalkjarasamninginn annarsvegar og  um samning vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gististöðum og hliðstæðri starfssemi hins vegar. Á kjörskrá vegna almenna samningsins voru 209 félagsmenn. Atkvæði greiddu 47 eða 22,49% Já, sögðu 41 eða 87,24% Nei, sögðu 5 eða …

Atkvæðagreiðslu lýkur á hádegi í dag!!!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsmenn athugið að atkvæðagreiðslu um kjarasamninga sem undirritaðir voru 29. maí 2015 lýkur á hádegi í dag. Í póstatkvæðagreiðslunni þurfa atkvæði að komast á skrifstofu félagsins að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi fyrir hádegi til að teljast gild. Póststimpill gildir ekki. Við hvetjum félagsmenn til að nýta atkvæðisrétt sinn og láta skoðun sína í ljós.  

Staðan í kjarasamningunum Iðnsveinadeildar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

    Eftirfarandi skilaboð hafa komið frá Samiðn vegna stöðu mála hjá félagsmönnum Stéttarfélags Vesturlands sem tilheyra Samiðn:  Föstudaginn 5. júní  var gert  samkomulag milli iðnaðarmannasamfélagsins og SA um samningsramman. Í samkomulagið tók til  launabreytinga, samningstíma og breytinga á kauptöxtum. Einnig var samkomulag um að fresta verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 10. júní s.l til kl. 24.00 þann …

Kynningarfundir vegna nýgerðra kjarasamninga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands boðar til kynningarfunda vegna nýgerðra kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Um er að ræða félagsmenn í þeim deildum félagsins sem vinna eftir aðalkjarasamningi Stéttarfélags Vesturlands og samningi vegna veitinga- gististaða og hliðstæðrar starfsemi við Samtök atvinnulífsins. Einnig vegna þeirra félagsmanna sem starfa eftir samningum LÍV við SA.   Í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal fimmtudaginn 11. júní kl. 17:00 Í stjórnsýsluhúsinu …

Verkföllum frestað til 22. júní hjá Iðnsveinadeildinni

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Síðustu daga hafa staðið yfir viðræður milli Samiðnar, MATVÍS, RSÍ, VM, Grafíu /FBM og Félags hársnyrtisveina við SA um endurnýjun kjarasamninga.Samiðn, Grafía /FBM, Félag hársnyrtisveina og SA hafa orðið sammála um að stefna að því að ljúka samningum fyrir 12. júní n.k. náist samkomulag um sérkröfur fyrir þann tíma. Samninganefndir þessara félaga og sambanda og SA hafa orðið sammála um …

StéttVest, Flóinn, LÍV og VR semja við SA

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Föstudaginn 29. maí voru undirritaðir kjarasamningar Stéttarfélags Vesturlands, Flóabandalagsins, Landssambands íslenskra verslunarmanna og VR við Samtök atvinnulífsins sem gilda til loka árs 2018. Lægstu launataxtar verslunar- og skrifstofufólks hækka um 31,1% eða kr. 64.208 á samningstímanum en hjá verkafólki hækka lágmarkstaxtar um  Lágmarkstekjur verða 300 þúsund krónur á mánuði frá maí árið 2018 og jafngildir það hækkun upp á 86 þúsund kr. eða 40,19% á …

Hækkun lægri launa og millitekna

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Megináherslur í útlínum kjarasamnings. Á samninganefndarfundi Stéttarfélags Vesturlands, þriðjudaginn 26. maí voru kynntar meginlínur draga að nýjum  kjarasamningi sem Flóafélögin, VR, LÍV og Stétt Vest hafa unnið að með SA síðustu daga. Fundað hefur verið stíft alla Hvítasunnuhelgina og á annan í Hvítasunnu var ákveðið að fresta áformuðum verkföllum um fimm daga meðan þess yrði freistað að ljúka gerð kjarasamningsins. …

Verkfallsaðgerðum frestað um fimm sólarhringa

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Forsvarsmenn samninganefnda Stéttarfélags Vesturlands, Flóabandalagsins, VR, LÍV og Samtaka atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, um fimm sólarhringa. Ekki verður upplýst um einstaka efnisþætti viðræðna aðila fyrr en gengið hefur verið frá drögum að samningi sem lagðar verði fyrir samninganefndir félaganna. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en …

Verslunar- og skrifstofufólk samþykkir verkfallsboðun

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Klukkan 12:00 í dag lauk atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hjá Deild verslunar- og skrifstofufólks. Á kjörskrá voru 110 manns og af þeim greiddu 31 atkvæði eða 28% og féllu atkvæðin þannig: Já sögðu 18 eða 58,1%, nei sögðu 11 eða 35,5%, 2 skiluðu auðu eða 6,5%. Verkfallsboðunin telst því samþykkt.