Hækkun lægri launa og millitekna

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Megináherslur í útlínum kjarasamnings. Á samninganefndarfundi Stéttarfélags Vesturlands, þriðjudaginn 26. maí voru kynntar meginlínur draga að nýjum  kjarasamningi sem Flóafélögin, VR, LÍV og Stétt Vest hafa unnið að með SA síðustu daga. Fundað hefur verið stíft alla Hvítasunnuhelgina og á annan í Hvítasunnu var ákveðið að fresta áformuðum verkföllum um fimm daga meðan þess yrði freistað að ljúka gerð kjarasamningsins. …

Verkfallsaðgerðum frestað um fimm sólarhringa

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Forsvarsmenn samninganefnda Stéttarfélags Vesturlands, Flóabandalagsins, VR, LÍV og Samtaka atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, um fimm sólarhringa. Ekki verður upplýst um einstaka efnisþætti viðræðna aðila fyrr en gengið hefur verið frá drögum að samningi sem lagðar verði fyrir samninganefndir félaganna. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en …

Verslunar- og skrifstofufólk samþykkir verkfallsboðun

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Klukkan 12:00 í dag lauk atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hjá Deild verslunar- og skrifstofufólks. Á kjörskrá voru 110 manns og af þeim greiddu 31 atkvæði eða 28% og féllu atkvæðin þannig: Já sögðu 18 eða 58,1%, nei sögðu 11 eða 35,5%, 2 skiluðu auðu eða 6,5%. Verkfallsboðunin telst því samþykkt.  

Verkfallsaðgerðum frestað!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samninganefnd Stéttarfélags Vesturlands ákvað á fundi sínum 12. maí að fresta verkfallsaðgerðum 19. og 20. maí. Vinnustöðvanirnar munu því koma til framkvæmda með eftirfarandi hætti, hafi samningar ekki náðst fyrir nefndar dagsetningar: Allsherjar vinnustöðvun 2. og 3. júní 2015 frá miðnætti til miðnættis (48 tímar) Ótímabundinni allsherjar vinnustöðvun sem hefjast átti 26. maí er frestað til 6. júní 2015. Hér …

Atkvæðagreiðsla sendur yfir hjá LÍV og Samiðn er næst!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þeir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem tilheyra Deild verslunar- og skrifstofufólks eru þessa dagana að greiða atkvæði um verkföll. Samiðn hefur einnig beint því til aðildarfélaga sinna að hefja undirbúnig atkvæðagreilsu. Samninganefnd Stétt Vest hefur samþykkt að láta fara fram rafræna kosningu meðal sinna félaga og er verið að undirbúa og yfirfara kjörskrá vegna hennar.  Atkvæðagreiðslunni hjá LÍV lýkur á mánudag 19. maí. Hafi …

Stétt Vest afturkallar samningsumboðið frá SGS

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samninganefnd Stéttarfélags Vesturlands samþykkti á fundi 12. maí að draga umboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands. Formaður félagsins hefur varað mjög við því að gerðir séu samningar við einstaka fyrirtæki, í stað þess að semja við Samtök atvinnulífsins um aðalkjarasamning sem gildi fyrir alla þá sem greiddu atkvæði vegna boðaðra verkfalla. Þarna hefur verið í raun um grundvallar ágreining …

Fundur í trúnaðarráði og með trúnaðarmönnum!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Áríðandi fundur í kvöld 4. maí  kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2 a. Borgarnesi   Fundarefni: Tillaga um að láta fara fram atkvæðagreiðslu um verkfall hjá Deild verslunar og skrifstofufólks. Fréttir af gangi viðræðna hjá SGS.  Skráning verkfallsvarða. Önnur mál. Stjórnin  

Mætum öll á hátíðar og baráttufundi 1. maí!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands stendur fyrir hátíðar og báráttufundum í Borgarnesi og Búðardal í samstarfi við Kjöl stéttarfélag  og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu á 1. maí. Hægt er að skoða dagskrána í Hjálmakletti hér og í Dalabúð hér.  

Verkfall er hafið hjá Stéttarfélagi Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú kl. 12 hófst verkfall félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, bæði eftir almenna samningnum og eins eftir samningi um veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaðir, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Allir félagsmenn sem starfa eftir þessum tveimur samningum áttu þá að leggja niður störf. Þeir starfsmenn sem eru í öðrum stéttarfélögum en starfa innan félagssvæðisins í störfum sem …

Verkfallsverðir óskast!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Hverjir fara í verkfall?Það er verkafólkið á almenna markaðnum sem starfar eftir tveimur kjarasamningum milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, og Stéttarfélag Vesturlands á aðild að(ekki starfsmenn ríkisins eða sveitarfélaga, ekki verslunar- og skrifstofufólk og ekki iðnaðarmenn).   30. apríl 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag. 6. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis …