Atkvæðagreiðsla sendur yfir hjá LÍV og Samiðn er næst!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þeir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem tilheyra Deild verslunar- og skrifstofufólks eru þessa dagana að greiða atkvæði um verkföll. Samiðn hefur einnig beint því til aðildarfélaga sinna að hefja undirbúnig atkvæðagreilsu. Samninganefnd Stétt Vest hefur samþykkt að láta fara fram rafræna kosningu meðal sinna félaga og er verið að undirbúa og yfirfara kjörskrá vegna hennar. 


Atkvæðagreiðslunni hjá LÍV lýkur á mánudag 19. maí.


Hafi einhverjir félagsmenn sem telja sig hafa atkvæðisrétt í DVS ekki fengið kjörgögn þurfa þeir að kæra sig inn á kjörskrá hið fyrsta.


 


Hjá Samiðn hefst atkvæðagreiðslan 24. maí og stendur til 1. júní.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei