Verkfallsaðgerðum frestað!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samninganefnd Stéttarfélags Vesturlands ákvað á fundi sínum 12. maí að fresta verkfallsaðgerðum 19. og 20. maí. Vinnustöðvanirnar munu því koma til framkvæmda með eftirfarandi hætti, hafi samningar ekki náðst fyrir nefndar dagsetningar:


Allsherjar vinnustöðvun 2. og 3. júní 2015 frá miðnætti til miðnættis (48 tímar)


Ótímabundinni allsherjar vinnustöðvun sem hefjast átti 26. maí er frestað til 6. júní 2015. Hér er hægt að sjá bréf sem afhent var Samtökum atvinnulífsins í dag.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei