Stétt Vest afturkallar samningsumboðið frá SGS

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samninganefnd Stéttarfélags Vesturlands samþykkti á fundi 12. maí að draga umboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands. Formaður félagsins hefur varað mjög við því að gerðir séu samningar við einstaka fyrirtæki, í stað þess að semja við Samtök atvinnulífsins um aðalkjarasamning sem gildi fyrir alla þá sem greiddu atkvæði vegna boðaðra verkfalla. Þarna hefur verið í raun um grundvallar ágreining að ræða. Samninganefnd Stétt Vest, sem er skipuð Trúnaðarráði og trúnaðarmönnum á vinnustöðum, hefur staðið árofin á bak við skoðun formannsins. Kjarabarátta er langhlaup, sem stendur yfir í áratugi og hundruð ára og á ekki að byggjast á tækifæristilboðum sem koma mönnum undan verkföllum.


Meðfylgjandi bréf var sent á SGS, SA og ríkissáttasemjara í gær 13. maí:


 


Stéttarfélag Vesturlands sem er m.a. aðildarfélag Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samþykkti á fundi 12. maí 2015 að afturkalla umboð SGS til kjarasamningagerðar fyrir hönd félagsins vegna kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum sem runnu út      28. febrúar 2015. Umboð var veitt annars vegar vegna kjarasamnings á milli SGS og SA og hins vegar vegna kjarasamnings SGS við SA vegna veitinga-, gisti-, þjónustu-, og greiðasölustaða og hliðstæðrar starfsemi. Félagið mun því fara sjálft með umboð sitt til að endurnýja nefnda samninga. Þetta tilkynnist hér með.


 


 


 


 


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei