Húsafell laust um næstu helgi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Orlofshúsið í Húsafelli er laust um komandi helgi, frá 12.- 14. sept. Hafið samband við skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands í s. 430 0430 eða á stettvest@stettvest.is til að bóka. Fyrstur kemur fyrstur fær!    

Allt að 46% verðmunur á skólabókum

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla í bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. Farið var í 6 verslanir og skoðað verð á 32 algengum nýjum námsbókum og borið saman innkaups- og útsöluverð á 25 notuðum námsbókum á þremur skiptibókamörkuðum. Griffill oftast með lægsta verðið Af nýjum skólabókum átti A4 Skeifunni til flestar bækur eða 30 af …

Enn aukast álögur á sjúklinga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir rannsóknir og sérfræðilæknisþjónustu hækkaði óvænt þann 7. júlí síðastliðinn. Hækkunin kemur í kjölfar mikilla hækkana á heilbrigðisþjónustu í upphafi þessa árs. Alþýðusambandið gagnrýnir hækkanirnar harðlega en þær eru langt umfram almennar verðlagshækkanir og þau fyrirheit sem stjórnvöld gáfu um aðhald í verðlagsmálum í upphafi árs. Vaxandi greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu leggst þungt á sjúklinga og tekjulága hópa …

Matvöruverð breytist mikið milli ára

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Sú matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 12. ágúst sl. hefur bæði hækkað og lækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í ágúst 2013. Miklar verðbreytingar eru í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum. Þannig hefur vinsæl matvara eins og MS súrmjólk hækkað um 3-9% og kíló af Dansukker strásykri, hefur hækkað í verði um 6-71% á …

Starfsmenn Brákarhlíðar samþykkja kjarasamning

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Póstatkvæðagreiðslu um kjarasamning SGS og Sambands sveitarfélaga, sem gildir fyrir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa í Brákarhlíð, lauk kl. 16:00 í gær mánudaginn 28. júlí. Á kjörskrá voru 57 félagsmenn, 20 greiddu atkvæði eða 35% sem féllu þannig: Já, sögðu 15 eða 75%, nei, sögðu 3 eða 15%, auðir seðlar voru 2 eða 10%.   Samningurinn var því samþykktur og gildir …

Minnum starfsfólk Brákarhlíðar á atkvæðagreiðsluna

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú stendur yfir póstatkvæðagreiðsla fyrir starfsmenn Brákarhlíðar um kjarasamning SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 1. júlí sl. Viljum við því minna á að atkvæði þurfa að berast skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands fyrir kl. 16:00, þann 28. júlí nk. Atkvæði sem berast eftir þann tíma verða ekki talin, póststimpill gildir ekki. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stéttarfélagsins ef þörf …

Hvaða samningar gilda í ferðaþjónustunni?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Endurbirt frétt frá sumrinu 2012. Rétt er að benda á að í kjarasamningunum sl. vetur var samið um fyrirkomulag bakvakta. Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna ef þeir telja að á sér sé brotið. Að gefnu tilefni vill félagið benda félagsmönnum sem vinna á gististöðum og veitingahúsum á nokkur atriði: • Þeir sem verða 16 og 17 …

Atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Dagana 11.-22. júlí nk. fer fram atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem undirritaður var þann 1. júlí sl. Í þetta skiptið verður atkvæðagreiðslan með rafrænum hætti og fer hún fram á vef Starfsgreinasambands Íslands . Allir kosningabærir aðilar eiga nú að hafa fengið sent bréf þar sem má m.a. finna leiðbeiningar um rafrænu atkvæðagreiðsluna. Með bréfinu fylgir …

Orlofssjóður Stétt. Vest. vill taka á leigu sumarhús!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Orlofssjóður Stéttarfélags Vesturlands  vill taka á leigu sumarhús á Vesturlandi, helst í Húsafelli eða Skorradal.Verið er að leita eftir nýju eða nýlegu húsi, 60 – 80 m2 með stórum sólpalli og heitum potti.Húsið þarf að vera með gistiaðstöðu fyrir  6-8 manns og æskilegt að það sé fullfrágengið bæði að utan og innan, gjarnan með búslóð.  Við leitum eftir vandaðri og snyrtilegri …

Lítið bókað í Ásholtinu í sumar!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Orlofsíbúð Stéttarfélags Vesturlands að Ásholti 2 í Reykjavík er frekar lítið bókuð nú í sumar. Íbúðin hefur verið í mikilli notkun þar til síðustu daga. Nú er svo komið að íbúðin er laus frá 8. júlí til 21. júlí og síðan er hún aftur laus frá 23. júlí til 15. ágúst. Hvernig væri að grípa nú tækifærið og gerast ferðamaður í borginni …