Eigum enn, bæði útilegu- og veiðikort, mikill sparnaður!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands selur félagsmönnum sínum útilegukortið á kr. 6.000, en almennt verð mun vera kr. 13.900. Kortið veitir aðgang að tjaldstæðum á yfir 30 stöðum á landinu, fyrir tvo fullorðna og fjögur börn. Nánari upplýsingar um útilegukortið er að finna á vefnum www.utilegukortid.is .
Veiðikortin voru að seljast upp hjá okkur þannig að við höfum fest kaup á fleirum.  Þau erum við að selja á kr. 4.000, en almennt verð veiðikortanna er kr. 6.000. Eins og útilegukortin veita veiðikortin aðgang að á fjórða tug veiðisvæða. Upplýsingar um þau má finna á www.veidikortid.is .
 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei