Starfsfólk Stéttarfélags Vesturlands hefur unnið að orlofsblaðinu 2011 undanfarið og er það væntanlegt úr prentun í dag. Félagsmenn mega því búast við því að fá blaðið inn um lúguna hjá sér síðar í þessari viku. En fyrir þá sem ekki geta beðið þá er hægt að nálgast blaðið hér
Þess má geta að umsóknarfresturinn til að sækja um orlofskostina í ár er til og með 20. apríl. Umsóknin fylgir orlofsblaðinu eins og undanfarin ár.