Um 200 manns mættu á hátíðahöld í Borgarnesi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

1. maí hátíðin á Hótel Borgarnesi gekk með ágætum og mættu um 200 manns á hátíðina. Ræðumaður dagsins var Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB og formaður SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Hægt er að nálgast ræðuna hans hér.


Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands og varaforseti ASÍ hélt ræðu sína á Austurvelli í ár, við heldur leiðinlegri aðstæður en ríktu í Borgarnesi, en ræðuna hennar er hægt að nálgast hér.


Dagskrá 1. maí hátíðarinnar á Hótel Borgarnesi var á þessa leið:


Barnakór Borgarness söng undurfallega 3 lög undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Þrjár hæfileikaríkar menntaskólastúlkur úr Menntaskóla Borgarfjarðar fluttu 3 lög við undirleik.


Fjórði bekkur Grunnskólans í Borgarnesi flutti ævintýrið um Einbjörn og Tvíbjörn og sjöundi bekkur flutti blöndu af ævintýrum sem fléttuðust skemmtilega saman.


Samkór Mýramanna tók 3 lög undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur og leiddi svo að lokum alla fundarmenn í söngnum Internasjónalinn.


Að dagskrá lokinni nutu hátíðargestir svo glæsilegra kaffiveitinga sem starfsfólk Hótels Borgarness sá um.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei