Stjórn Stéttarfélags Vesturlands hefur tekið ákvörðun um að viðhafa póstatkvæðagreiðslu um kjarasamninga LÍV, Samiðnar og SGS sem undirritaðir voru þann 5. maí síðastliðinn. Kjörgögn hafa verið sett í póst til þeirra félagsmanna sem eru á kjörskrá Stéttarfélags Vesturlands. Allir sem vinna eftir umræddum samningum og eiga aðild að Stéttarfélagi Vesturlands eiga rétt á að greiða atkvæði um samninginn. Akvæði þurfa að hafa borist skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands á Sæunnargötu 2a í Borgarnesi fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 24. maí nk. Hafi einhverjir félagsmenn ekki fengið kjörgögn en telja sig eiga rétt á að greiða atkvæði er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands í s: 430 0430.
Hér er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um kjarasamningana:
Bæklingur um kjarasamning SGS og SA á íslensku, ensku og pólsku. In english. W języku polskim.
Kjarasamningur LÍV og SA
Kjarasamningur Samiðnar og SA
Helstu atriði nýs kjarasamnings