Kjarasamningar samþykktir með 90% atkvæða!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á kjörskrá hjá Stéttarfélagi Vesturlands voru 485 vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamninga ASÍ og landssambanda þess við SA frá 5. maí 2011. Alls kaus 161 félagsmaður eða 33.2 %.


Hjá Iðnsveinadeild var 31 á kjörskrá, 11 kusu eða 35,5%, allir 11 sögðu já eða 100%
Hjá Deild verslunarmanna voru 126 á kjörskrá, 45 kusu eða 35,7%, já sögðu 41 eða 93,2%,, 3 sögðu nei eða 6,8% , einn var auður.
Hjá þeim félagsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu voru 328 á kjörskrá, 105 kusu eða 32%, já sögðu 93 eða 89,4%, nei sögðu 11 eða 10,6%, 1 seðill var auður.
Niðurstaðan er því sú að 90% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni samþykktu samninginn.
 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei