Desemberuppbót og eingreiðsla í desember 2011

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Desemberuppbótin fyrir félagsmenn sem starfa skv. kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og SA er kr. 48.800. + sérstakt álag kr. 15.000. Sama gildir fyrir iðnaðarmenn sem starfa skv. kjarasamningi Samiðnar og SA og ríkisstarfsmenn sem starfa skv. kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og ríkissjóðs.


Verslunar- og skrifstofufólk sem starfar skv. kjarasamningi LÍV og SA á rétt á desemberuppbót að upphæð kr. 55.400. plús sérstakt álag kr. 15.000.


Starfsfólk sveitarfélaga á rétt á desemberuppbót að upphæð kr. 75.500.


Desemberuppbótina og álagsgreiðsluna skal greiða í síðasta lagi 15. desember.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei