Þriðjudaginn 10. janúar stendur Alþýðusamband Íslands fyrir morgunverðarfundi um gjaldmiðilsmál. Yfirskrift fundarins er Íslenska krónan – bölvun eða blessun. Haldin verða fjögur stutt erindi og að þeim loknum verður opnað fyrir umræður. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 8-10. Fundurinn er öllum opinn.
Dagskrá fundarins má sjá hér.