1. maí hátíðahöld í Borgarnesi og Búðardal

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Borgarnes


1. maí hátíðarhöldin í Borgarnesi verða í Hótel Borgarness og
hefjast kl. 14.00


Dagskrá:


1. Hátíðin sett: Sjöfn Elísa Albertsdóttir skrifstofustjóri Stéttarfélags Vesturlands
2. Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur
3. Ræða dagsins: Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans að
Bifröst
4. Uppsveitin tekur lagið
5. Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Borgarfjarðar
6. Freyjukórinn, stjórnandi Zsuzsanna Budai
7. Internasjónalinn
 
 Kynnir verður Sjöfn Elísa Albertsdóttir


Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Einnig verður frítt í sund fyrir alla fjölskylduna í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í tilefni dagsins og síðast en ekki síst verða tvær kvikmyndasýningar fyrir börn í Óðali kl. 13:30 og 15:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa.


 


Búðardalur


Stéttarfélag Vesturlands og
Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu
standa saman að samkomu í Leifsbúð, Búðardal
á baráttudegi verkalýðsins.
Dagskrá hefst kl.15:00:
Kynnir: Kristín G.Ólafsdóttir
Ræðumaður:  Eva Björk Sigurðardóttir
Skemmtikraftar:  Samkórinn,Vorboðinn tekur nokkur lög
og einnig mun Heiða Ólafsdóttir (Idol)syngja fyrir gesti.
Gestum verður boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni.


 


Félagsmenn fjölmennið!


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei