Fjölskyldudagur Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands efnir til Fjölskyldudags laugardaginn 19. júní nk.


Farið verður frá Alþýðuhúsinu í Borgarnesi kl. 10:30 og stefnan tekin á Húsafell þar sem ætlunin er að skemmta okkur saman við leiki og grilla pylsur.


Að því loknu munum við fara niður að Háafelli í Hvítársíðu þar sem við fáum að sjá geitur, kiðlinga o.fl.


Áætluð koma í Borgarnes er um kl. 17:30


Verðinu er stillt í hóf og er aðeins kr. 1.500. f. 18 ára og eldri en frítt fyrir börn.


Fjölskyldur í Hvalfjarðarsveit og Dölum eru beðnar að hafa samband við skrifstofu til samráðs um ferðir.


Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi þann 15. maí í síma 430 0430, í tölvupósti á stettvest@stettvest.is eða á skrifstofum félagsins.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei