Gistimiðar sem gilda hjá Edduhótelunum.

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsmenn geta keypt gistimiða sem gilda í tveggja manna herbergi hjá  Edduhótelunum  12 sem rekin eru vítt og breitt um landið. Félagsmenn verða sjálfir að bóka gistinguna og þurfa að gæta að númerum á miðunum þegar bókað er og greitt. Hver gistimiði verður seldur á kr. 5.000 og gildir þá fyrir tveggja manna herbergi með handlaug og hægt er að uppfæra gistinguna í herbergi með baði, með viðbótargreiðslu eða með því að greiða með tveimur miðum. Morgunverður er ekki innifalinn í verðinu. Tvö börn geta gist á dýnum  án aukagjalds. Ýmis tilboð í mat eru í boði fyrir barnafólk. Ekki þarf að sækja um þennan kost sérstaklega en hver félagsmaður getur keypt að hámarki 6 gistimiða. Hægt er að finna upplýsingar um Edduhótelin á www.hoteledda.is


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei