Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands leitar að ráðgjafa til starfa á sviði starfsendurhæfingar. Um er að ræða samvinnuverkefni Stéttarfélags Vesturlands, Kjalar – stéttarfélags í almannaþjónustu, Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu, Verkalýðsfélags Snæfellinga og VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs.


Ráðgjafinn mun halda utan um starfsendurhæfingarmál einstaklinga sem eru óvinnufærir vegna slysa eða sjúkdóma, í þeim tilgangi að aðstoða þá við að auka vinnugetu sína og varðveita vinnusamband þeirra. Um er að ræða mjög krefjandi starf í umhverfi sem er enn í mótun og uppbyggingu.


 


Helstu verkefni ráðgjafans verða:
• Stuðningur, ráðgjöf og hvatning fyrir einstaklinga.
• Upplýsingaöflun og mat skv. viðurkenndum aðferðum.
• Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi endurhæfingaráætlanir einstaklinga, í samstarfi við fagaðila.
• Samstarf við atvinnurekendur, fagaðila, fyrirtæki og stofnanir vegna verkefnisins.


 


Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda sem nýtist í starfi (t.d. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, náms- og starfsráðgjafar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar).
• Víðtæk reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er æskileg.
• Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund.
• Áhugi á að vinna með einstaklingum og geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga.
• Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð.
• Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti.


 


Upplýsingar um starf ráðgjafa og starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs er að finna á heimasíðu Starfsendurhæfingarsjóðs, www.virk.is.


 


Upplýsingar veitir:
Þórir Þorvarðarson
thorir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 20. ágúst nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei