Stéttarfélagið hvetur til samstöðu á Vesturlandi

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á fundi stjórnar Stéttarfélags Vesturlands 27. september var samþykkt eftirfarandi áskorun:


 


 • Stjórn Stéttarfélags Vesturlands skorar á Sveitarstjórn Borgarbyggðar að óska eftir aðild að þróunar og nýsköpunarfélagi því er Akraneskaupstaður  og Hvalfjarðarsveit hyggjast stofna í samstarfi við Faxaflóahafnir. Félaginu yrði ætlað að laða að fjárfesta og vinna að stærri atvinnuverkefnum á Grundartanga og Akranesi eins og segir í samþykkt Bæjarráðs Akraness.
• Þar segir einnig að Hvalfjarðarsveit, Grundartangasvæðið og Akranes séu eitt atvinnusvæði.
• Stéttarfélag Vesturlands telur að Borgarbyggð sé einnig hluti af þessu atvinnusvæði og uppbygging stóriðjunnar og annarra fyrirtækja á svæðinu séu ekki síður mikilvæg fyrir sveitarfélagið Borgarbyggð og íbúa þess.
• Fjölmargir félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands sækja vinnu á Grundartanga og nágrenni enda er Hvalfjarðarsveit  á starfssvæði þess. Einnig hafa ýmis þjónustufyrirtæki í Borgarbyggð mikinn hag af því að sækja verkefni þangað. Það gætu því verið afdrifarík mistök af hálfu Borgarbyggðar að taka ekki fullan þátt í þessu verkefni, en full þátttaka myndi að mati Stéttarfélags Vesturlands styrkja verkefnið til muna.


 


Kveikjan að þessari áskorun var frétt í Skessuhorninu sem birtist í blaðinu 26. september. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei