Skorað á sveitarfélögin að hækka ekki gjaldskrár!

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands  hefur sent sveitarstjórnum á félagssvæði sínu eftirfarandi áskorun:


 


Efni:  Stöndum saman gegn verðbólgu  en með stöðugleika og auknum kaupmætti launafólks


 


Stéttarfélag Veturlands skorar á sveitarstjórnir á félagssvæði sínu að fylgja fordæmi Reykjavíkurborgar, sem tók ákvörðun um að hækka ekki gjaldskrár borgarinnar um næstu áramót. Borgarstjórn hafði tekið ákvörðun um að hækka gjaldskrár vegna ýmissa þjónustuliða og uppskar háværa gagnrýni aðila vinnumarkaðarins. Forystusveit verkafólks hefur margoft lýst því yfir að launafólk geti ekki eitt axlað ábyrgð á því að reyna að koma á stöðugu verðlagi, aðrir verða að koma þar að málum líka. Ríkið, sveitarfélög og fyrirtækin í landinu þurfa að halda aftur af verðhækkunum og mega ekki velta öllum kostnaði beint út í verðlagið.


Stöndum saman um aukna hagsæld íbúanna. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei