Breyting á starfsreglum Starfsmenntasjóðs SVS

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Samþykktar hafa verið nýjar úthlutunarreglur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks. Nýjar reglur eiga að gera félagsmönnum með lægri laun kleyft að ávinna sér inn réttindi hraðar. Einnig er það von sjóðsins að nýju reglurnar hvetji félagsmenn til frekari þátttöku í símenntun. 


Samkvæmt núverandi kerfi safna félagsmenn stigum eftir því hvað þeir fá í tekjur. Kerfið er því tekjutengt. Samkvæmt nýju reglunum fellur þetta stigakerfi úr gildi. Með nýju reglunum myndast réttindi í krónum eftir félagsgjaldi síðastliðna 12 mánuði og eru réttindi hlutfallsleg ef launahlutfall er lægra en 100%. Fullgildur félagsmaður getur fengið greiddan styrk að upphæð 90.000 kr á ári. Hægt er að safna styrknum í 3 ár og nýta þá 270.000 kr. Fyrir eitt samfellt nám. Ekki er hægt að safna upp umfram þá upphæð. Nýju reglurnar kveða á um að hægt sé að sækja um 75% af kostnaði við starfsnám, en 50% af kostnaði við tómstundanám.
Um áramótin 2013-2014 mun tveggja ára aðlögunartímabil hefjast þar sem stefnt er að því að félagsmenn geti sótt um í Starfsmenntasjóðinn samkvæmt því kerfi sem hagnast þeim best. Þannig eiga þeir sem eiga mörg uppsöfnuð stig í sjóðnum að fá tækifæri til þess að nýta þau til ársins 2016, en á sama tíma fá þeir félagsmenn sem hagnast meira á nýju reglunum tækifæri til þess að sækja um samkvæmt þeim.


 


Sjá nýjar reglur í heild sinni hér.


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei