Niðurstaða vegna atkvæðagreiðslu um sáttatillögu ríkissáttasemjara sem undirrituð var 21. febrúar sl. vegna kjaradeilu Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn nær til þeirra félagsmanna sem starfa á almennum markaði, eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands.
Á kjörskrá hjá Stéttarfélagi Vesturlands voru 420, 92 kusu eða
21,9%. Já sögðu 72 eða 78,3%, nei sögðu 20 eða 21,7%.
Niðurstaðan er því sú að sáttatillagan var samþykkt og samningurinn frá 21. desember 2013 tekur því gildi frá 1. febrúar 2014 með þeim breytingum sem í sáttatillögunni felast.
Viðhöfð var póstatkvæðagreiðsla og haldinn almennur kynningarfundur í Borgarnesi 3. mars, einnig var boðið upp á kynningu á vinnustöðum.
Kjörgögn ásamt kynningarefni, voru send út 26. mars og lauk atkvæðagreiðslunni kl. 10:00 að morgni 7. mars.
Formaður kjörstjórnar er Guðrún Helga Andrésdóttir
auk hennar eru í kjörstjórn Helga Ólafsdóttir og Agnar Ólafsson.
Samninganefnd Stéttarfélags Vesturlands hefur falið formanni félagsins að óska eftir því við Samtök atvinnulífsins að gerður verði viðauki eða viðbótarkjarasamningur vegna þeirra félagsmanna í deildum Iðnaðarmanna og Verslunar- og skrifstofufólks sem höfðu þegar samþykkt samninginn frá 21. desember 2013. Þannig njóti þeir einnig þeirrar hækkunar á desember og orlofsuppbót, sem í sáttatillögunni fólst og þá mun lengd samninganna verða samræmd þ.e. til loka febrúar 2015.