Samið við samband íslenskra sveitarfélaga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

 Í nýjum aðfarasamningi sem undirritaður var í vikunni milli Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS)  eru launahækkanir á tímabilinu frá tæplega 10.000 kr. upp í 28.000 kr.  Mismunandi er eftir starfahópum og eins starfsaldri hver hækkunin er.  Fjölmennasti hópurinn er að hækka um liðlega 20.000 kr. á tímabilinu eða ríflega 8%. Í þessum hópi eru m.a. heimaþjónusta, skólaliðar og verkamenn. Launahækkunin er frá 1. maí en síðan hækka launin aftur frá 1. janúar 2015. Lágmarkslaunatöluhækkun er kr. 9.750 en auk þess verður lagfæring á tengitöflu sem tekur gildi frá 1. maí sl.  Desemberuppbót hækkar um 15,9% og fer í 93.500 kr.  


Skrifað var undir nýjan kjarasamning fh. 13 aðildarfélaga SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga 2. júlí síðast liðinn sem gildir frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015.  Hér er um skammtímasamning að ræða þar sem lögð var megináhersla á lagfæringu launa en líkt og um aðra kjarasamninga sem gengið hefur verið frá undanfarið er þetta jafnframt aðfarasamningur sem felur það í sér að strax í haust hefst vinna við undirbúning á langtímasamningi þar sem farið verður yfir einstök mál hjá ólíkum starfahópum.
Launahækkanir koma í tveimur skrefum, fyrstu hækkanir taka gildi frá 1. maí síðast liðnum og þá kemur önnur hækkun 1. janúar 2015.
Launahækkunin sem kemur frá 1. maí felst í lágmarkskrónutöluhækkun upp á 9.750 auk þess sem að lagfæring á tengitöflu við starfsmatið tekur gildi.
Þá hækkar launatafla aftur 1. janúar 2015 þar sem að bil á milli launaflokka verðurjafnað og í flestum tilfellum aukið.
Samtals eru launahækkanir á tímabilinu frá tæplega 10.000 kr. upp í 28.000 kr.  Mismunandi er eftir starfahópum og eins starfsaldri hver hækkunin er.  Fjölmennasti hópurinn er að hækka um liðlega 20.000 kr. á tímabilinu eða ríflega 8%.  Lágmarkslaun verða samkvæmt samningnum tæplega 230.000 krónur.
Desemberuppbót hækkar um 15,9% og fer í 93.500 kr. 
Á næstu dögum fá félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem starfa hjá sveitarfélögunum sent kynningarefni um samninginn og hann borinn undir atkvæði. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og sameiginleg hjá þessum 13 félögum sem að samningnum standa. Opnað verður fyrir hana þann 11. júlí og henn líkur þann 21. júlí. Niðurstöður munu liggja fyrir þann 22. júlí næstkomandi.


Þar sem um flókinn samning og flóknar breytingar er að ræða er mjög mikilvægt að félagsmenn kynni sér vel þau gögn sem send verða til þeirra á næstu dögum. Samninginn má nágast hér


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei