Rangt nafn á orlofshúsi á umsóknareyðublaði

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þeir félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands sem fyllt hafa út umsóknir um sumarbústaði, eða hyggjast gera það á næstu dögum, eru beðnir að athuga að þau leiðu mistök urðu við uppsetningu orlofsblaðsins að rangt nafn á sumarhúsi slæddist inn á eyðublaðið. Þar sem standa átti „Kiðárskógur 1‟, stendur „Nónhvammur – Grímsnesi“.  Nónhvamminn buðum við upp á í fyrra en ekki núna.
Beðist er velvirðingar á þessu. Hægt er að nálgast rétt eyðublað á heimasíðu félagsins á slóðinni:
http://www.stettvest.is/orlofsmal/sumarleiga/ eða á skrifstofu félagsins.
Starfsmenn félagsins munu hafa samband við þá umsækjendur sem þegar hafa skilað umsóknum inn til að ganga úr skugga um að enginn misskilningur sé í gangi.
Stjórn Orlofssjóðs


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei