Verkfall er hafið hjá Stéttarfélagi Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú kl. 12 hófst verkfall félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, bæði eftir almenna samningnum og eins eftir samningi um veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaðir, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Allir félagsmenn sem starfa eftir þessum tveimur samningum áttu þá að leggja niður störf. Þeir starfsmenn sem eru í öðrum stéttarfélögum en starfa innan félagssvæðisins í störfum sem samið er um í kjarasamningi SGS og SA eiga líka að vera í verkfalli. Þeir eru sannanlega að sinna störfum sem verkfallið nær yfir.


Verkfallsverðir verða á ferð á öllu félagssvæðinu, í Borgarbyggð , Búðardal og í Hvalfjarðarsveitinni á meðan verkfall stendur yfir, eins verða opnar verkfallsmiðstöðvar á skrifstofum félagsins. Stéttarfélag Vesturlands hvetur félagsmenn sem eru í verkfalli til að sýna samstöðu og mæta og einnig að taka þátt í verkfallsvörslu.


 


 


Þeir félagsmenn í stéttarfélögum sem vinna á öðrum félagssvæðum sem eru ekki í verkfalli leggja ekki niður störf. Verkfallið takmarkast af landfræðilegu svæði þeirra aðildarfélaga sem eru í verkfalli og þeim kjarasamningum sem verið er að semja um.


Þó að ferðaþjónustubændur séu í Bændasamtökunum þá er kjarasamningur SGS og Bændasamtakanna bara um starfsmenn sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Ferðaþjónusta bænda fellur undir ferðaþjónustusamninginn, starfsmenn þar taka laun samkvæmt honum og eru því í verkfalli.


Grunur um verkfallsbrot
Ef félagsmenn Stéttarfélags Vesturlands verða varir við verkfallsbrot eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við einhverja skrifstofu félagsins í síma 430 0430 Einnig er hægt að hringja í Signýju formann í síma 894 9804 eða Sigurþór varaformann í síma 862 6221


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei