Kjarasamningar Stéttarfélags Vesturlands sem undirritaðir voru 29. maí sl. við Samtök atvinnulífsins voru samþykktir.
Atkvæði voru greidd í tvennu lagi, um aðalkjarasamninginn annarsvegar og um samning vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gististöðum og hliðstæðri starfssemi hins vegar.
Á kjörskrá vegna almenna samningsins voru 209 félagsmenn.
Atkvæði greiddu 47 eða 22,49%
Já, sögðu 41 eða 87,24%
Nei, sögðu 5 eða 10,64%
Auðir og ógildir. 1 eða 2,13%
Á kjörskrá vegna samnings starfsfólks í veitinga- og gististöðum og hliðstæðri starfssemi voru 142 félagar.
Atkvæði greiddu 16 eða 11,26%
Já, sögðu 15 eða 93,75%
Nei, sagði 1 eða 6,25%
Félagar í Verslunarmannadeild Stéttarfélags Vesturlands greiddu atkvæði rafrænt, með öðrum félögum innan LÍV, á kjörskrá voru 110 félagar.
Atkvæði greiddu 16 eða 14,55%
Já, sögðu 14 eða 87,5%
Nei, sagði 1 eða 6,3%
Auðir og ógildir voru 1 eða 6,3%
Þetta þýðir að verkfallsaðgerðum þessara hópa verður aflýst.
Samningurinn gildir frá 1. maí 2015.