Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið hófst fyrir viku síðan og stendur til 29.október nk.
Atkvæðagreiðslan fer með rafrænum hætti.
Allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við ríkið eru á kjörskrá.
Til að greiða atkvæði er farið inn á síðu Starfsgreinasambandsins www.sgs.is og smellt á „kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þá ætti viðkomandi að geta greitt atkvæði með því að nota lykilorð sem hann fékk sent i pósti en allir kosningabærir félagsmenn fengu bækling í pósti sem innihélt m.a lykilorð.
Hér má sjá samninginn í heild sinni
Hér má sjá kynningarbæklinginn
Stéttarfélag Vesturlands hvetur félagsmenn til að nýta atkvæðarétt sinn!!