Íbúð félagsins að Ásholti 2 í Reykjavík er laus frá 25. júlí til 1. ágúst og svo aftur frá 3. ágúst til 10. ágúst. Íbúðin í Reykjavík er ekki í viku úthlutun eins og sumarhúsin og íbúðin á Akureyri yfir sumarið.
Reglan sem gildir er fyrstur kemur fyrstur fær.
Einu takmarkanirnar eru að helgin er leigð í einu lagi, þ.e. ekki er hægt að skipta á laugardegi. Hvernig væri að skella sér í Borgina og upplifa hana með augum ferðamannsins. Hægt er að bóka og greiða í gegnum orlofshúsavefinn Frímann(sjá leiðbeiningar hér á síðunni), en sækja þarf lykil á skrifstofu félagsins í Borgarnesi.