Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað – veist þú hver hann er ???

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

 


Á vinnustöðum þar sem starfa 5 eða fleiri starfsemenn eiga þeir rétt á að kjósa sér trúnaðarmann. Séu starfsmenn fleiri en 50 skal kjósa tvo trúnaðarmenn. Kjörtímabilið skal ekki vera lengra en tvö ár.


Umboð flestra trúnaðarmanna Stéttarfélags  Vesturlands  rann út um síðustu áramót og á næstu vikum fer í hönd kosning nýrra trúnaðarmanna eða endurnýjun umboða þeirra gömlu.


Námskeið fyrir trúnaðarmenn Stéttarfélags Vesturlands verður haldið í fljótlega.


Góður trúnaðarmaður er  mikilvægur fyrir starfsmenn og stéttarfélagið. 


Stéttarfélag Vesturlands hvetur félagsmenn sína til þátttöku í kosningu trúnaðarmanna.


 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei