8.þing ASÍ ung – vilt þú taka þátt??

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

8. þing ASÍ-UNG verður haldið föstudaginn 16. september nk. á Icelandair Hotel Reykjavik Natura að Nauthólsvegi, 101 Reykjavík. Þingið hefst klukkan 10 og gert ráð fyrir því að þingslit verði klukkan 16.30 og við taki óformleg dagskrá sem ljúki með sameiginlegum kvöldverði.

Stjórn ASÍ-UNG hefur samþykkt að helstu umræðuefni þingsins verði: Fyrirmyndir komandi kynslóða – Er verkalýðshreyfingin aðlaðandi starfsvettvangur?

 

Stéttarfélag Vesturlands auglýsir eftir áhugasömum félögum sem vilja taka þátt í þinginu á vegum félagsins – þau þurfa að vera yngri en 35 ára til að vera gjaldgeng.

Áhugasamir sendi póst á stettvest@stettvest.is eða hringi í síma 4300430 til að skrá sig.

 

 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei