Sumarferð Stéttarfélags Vesturlands frestað til 11. júlí

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Sumarferð Stéttarfélags Vesturlands sem fara átti laugardaginn 27. júní
er frestað til 11. júlí.
Skoðaðir verða sögustaðir, náttúra og auðlindir í nágrenni höfuðborgarinnar.
Farið verður út í Viðey og eyjan skoðuð undir leiðsögn Elísabetar Ólafsdóttur, snædd súpa áður en farið verður í land.
Ekið verður að Gljúfrasteini og hús skáldsins skoðað.


Áð um miðjan dag við Hafravatn, síðan verður Hellisheiðarvirkjun skoðuð.
Farin verður Nesjavallaleið, kvöldverður snæddur á Hótel Hengli og síðan ekið um Kjósaskarð til baka.
Brottför úr Búðardal kl. 8:30, frá Sæunnargötu 2a í Borgarnesi kl. 9:30 og frá Stjónsýsluhúsinu á Hagamel kl. 9:50.
Gjaldið er kr. 4.500 fyrir félagsmenn og er allt innifalið í því, nema nesti til miðdagshressingar, sem fólk er beðið að taka með sér.
Skráning fer fram á skrifstofunni að Sæunnargötu 2a eða í síma 430-0430.
Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 6. júlí


Ferðanefndin


 



 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei