Miklar sveiflur á greiðslum sjúkradagpeninga milli ára

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands greiðir félagsmönnum sínum dagpeninga vegna langvarandi veikinda, þegar greiðsluskyldu atvinnurekenda lýkur. Mjög erfitt er að spá fyrir um hversu háar upphæðir fara til þessa verkefnis. Oft hafa menn haldið því fram að tengsl séu milli greiðslubyrði úr sjúkrasjóðnum og atvinnuástands. Árið 2007 voru greiddar út rúmar sex milljónir króna, sem segja má að sé mjög lág upphæð miðað við stærð félagsins. Árið 2008 tvöfaldaðist upphæðin og rétt um 12.4 milljónir voru greiddar í dagpeninga það ár. Það hefði því verið í samræmi við versnandi atvinnuástand að dagpeningagreiðslur hækkuðu enn á sl. ári, en það fór ekki svo, því greiðslur urðu um kr. 9.650.000.


Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað félagsmenn eru í raun hraustir. Sjúkrasjóður greiðir einnig út ýmsa styrki svo sem vegna sjúkraþjálfunar, líkamsræktar og gleraugnakaupa,  Þær greiðslur hækkuðu nokkuð milli ára og fóru í tæpar 6.8 milljónir en voru rétt innan við fimm milljónir árið 2008. Heildargreiðslur úr sjóðnum voru því 16.4 milljónir vegna ársins 2009 en voru um 17.3 árið á undan.
Staða Sjúkrasjóðs Stérttarfélags Vesturlands er nokkuð sterk, þrátt fyrir áföll á árinu 2008 vegna hrakfara Sparisjóðs Mýrarsýslu. 


 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei