Breytingar á reglum vegna styrkja hjá Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Starfsmenntasjóði verslunar og skrifstofufólks

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Landsmennt – breytingar verða sem hér segir:

Hlutfall styrkja til fyrirtækja og einstaklinga hækkar úr 80% í 90%.

Fyrirtækjastyrkir:

Hlutfall styrkja hækkar úr 80% í 90%.
Þak á hámarksgreiðslur styrkja til fyrirtækja hækkar úr 3 mkr. á ári í 4 mkr.

Einstaklingsstyrkir:

Hlutfall einstaklingsstyrkja hækkar úr 80% í 90% en hámark heldur sér í kr.130.000.-.

Ný regla:

Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu tvö ár eiga rétt á styrk allt að kr. 260.000,-  eða síðustu þrjú ár eiga rétt á allt að kr. 390.000,- eins og verið hefur fyrir eitt samfellt nám eða námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins. Uppsafnaður réttur skerðist ekki hafi félagsmaður fengið styrk undir kr. 50.000,- á tíma uppsöfnunar. Sá styrkur kæmi þó til frádráttar frá hámarki.

Breytingar gilda frá 1. jan. 2024 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem byrja eftir þann tíma.

Frekari upplýsingar má sjá hér https://landsmennt.is/

Sveitamennt og Ríkismennt  – breytingar verða sem hér segir:

Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu tvö ár eiga rétt á styrk allt að kr. 260.000,-  eða síðustu þrjú ár eiga rétt á allt að kr. 390.000,-  fyrir eitt samfellt nám eða námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins. Uppsafnaður réttur skerðist ekki hafi félagsmaður fengið styrk undir kr. 50.000,- á tíma uppsöfnunar. Sá styrkur kæmi þó til frádráttar.

Þá var einnig tekin ákvörðun í stjórnum þessara tveggja sjóða að falla frá hlutfallsstyrkjum til einstaklinga og veita alltaf 100% styrki, þó að hámarki kr. 130.000.- á ári. Þetta mun einnig koma verulega til móts við þá einstaklinga sem nýta sjóðina til að niðurgreiða námskeið og nám sem þeir kunna að sækja og stunda.

1.janúar 2024 verða greiddir 100% styrkir en að hámarki eins og áður kr. 130.000.- á ári.

Báðar þessar breytingar á reglum taka gildi 1.janúar 2024, gilda gagnvart námi og námskeiðum sem hefjast eftir þann tíma.

Frekari upplýsingar má sjá hér https://landsmennt.is/

Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks – breytingar verða sem hér segir:

Veittur styrkur er 90% af reikningi vegna náms, starfstengdu námskeiðsgjaldi eða ráðstefnugjaldi.

Hámarksstyrkur er 180.000 kr. og 540.000 kr. þegar félagi á rétt á uppsöfnun. Veittur styrkur af tómstundanámskeiði er 50% að hámarki 40.000 kr. sem dregst frá árlegum hámarksstyrk.

Tómstundastyrkur hefur ekki áhrif á uppsöfnun.

Veittur ferðastyrkur vegna náms/starfstengdra námskeiða er 50% að hámarki 50.000 kr. sem dregst frá árlegum hámarksstyrk.

Frekari upplýsingar má sjá hér http://www.starfsmennt.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei