Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn mánudaginn 3.júní sl. í Alþýðuhúsinu sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands haldinn mánudaginn 3. júní 2024 í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi, ítrekar áskorun sem stjórn félagsins sendi Sveitarstjórn Borgarbyggðar fyrir rúmum 5 árum og fjallaði um að bjóða Bjargi íbúðafélagi til samstarfs um byggingu hagkvæmra leiguíbúða fyrir verkafólk. Rætt hefur verið við 3 sveitarstjóra um þetta mál og því verið vel tekið af þeim öllum. Fundurinn ítrekar að það er frumskilyrði fyrir því að byggðar verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og að sveitarfélögin leggi fram lóðir sem falla að hugmyndafræði Bjargs um hagkvæmar lausnir.
5 ár til að skoða með velvild ætti að vera nóg ef vilji til framkvæmda er fyrir hendi.