Desemberuppbót er eingreiðsla sem atvinnurekendum ber samkvæmt kjarasamningi að greiða starfsmönnum sínum í byrjun desember ár hvert, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.m.t. að því er varðar starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbótin er mishá eftir kjarasamningum.
Desemberuppbótin árið 2019 er kr. 92.000,- fyrir fullt starf hjá þeim sem starfa samkvæmt kjarasamningum SGS og SA, LÍV og SA, Samiðn og SA
Hjá þeim sem starfa samkvæmt samningi SGS og fjármálaráðherra (hjá ríkinu) er desemberuppbótin kr. 89.000.- (Ekki hækkun milli ára þar sem ekki er búið að gera nýjan kjarasamning)
Hjá þeim sem starfa skv. kjarasamningi SGS við SNS (samninganefnd sveitarfélaga) er desemberuppbótin kr. 113.000,- (Ekki hækkun milli ára þar sem ekki er búið að gera nýjan kjarasamning)
Samkvæmt kjarasamningum við Elkem og Klafa er desemberuppbót þeirra starfsmanna fyrir árið 2019 227.410.-
og starfsmenn Norðuráls eiga skv. kjarasamningi að fá kr. 227.152.- í desemberuppbót.
Desemberuppbót miðast við almanaksárið og teljast 45 unnar vikur fullt ársstarf eða 1800 vinnustundir. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu vikuna í desember skulu fá greidda desemberuppbót miðað við starfshlutfall og starfstíma.