Átakið tók gildi 15.mars 2020 og var síðast með gildistíma til 1. apríl 2021. Nú hefur verið ákveðið að framlengja átakið til 1. júní 2021 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru eða hefjast innan þessa sama tímaramma.
Nánari útfærsla á átaksverkefninu:
Samningar við fræðsluaðila;
Gerðir voru samningar við fræðsluaðila sem bjóða upp á vefnám/fjarnám (einnig staðbundið þegar það er hægt vegna Covid)þar sem fyrirtækjum og einstaklingum er boðin þátttaka í námi/námskeiðum þeim að kostnaðarlausu. Sumir þessara fræðsluaðila bjóða einnig upp á ársáskrift að fjölda námskeiða og er áskriftin fjármögnuð að fullu.
Einstaklingar og fyrirtæki geta skráð sig hjá viðkomandi fræðsluaðilum sem sjóðurinn er með samninga við án þess að greiða (gildir gagnvart námi/námskeiði eða áskrift sem kostar að hámarki 30.000,-). Fræðsluaðilarnir senda reikninga beint á sjóðina.
Hægt er að sjá lista yfir framboð á námi hér á heimasíðunni: http://landsmennt.is/frambod-a-nami/
Breytingar á úthlutunarreglum sjóðanna eru eftirfarandi:
• Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna kostnaðar við námskeiðahald, voru hækkaðar úr allt að 75% í allt að 90% af styrkhæfum heildarkostnaði. Gildistími verði frá 15. mars til og með 1. júní 2021.
• Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við núverandi reglur. Hlutfalli endurgreiðslu var hins vegar breytt og er 90% í stað 75% af kostnaði við námið. Gildistími frá 15. mars 2020 til og með 1. júní 2021.
• Tómstundstyrkir sem voru 75% en að hámarki kr. 30.000 á ári eru í sama hámarki og hefðbundnir styrkir, það er kr. 130.000 á ári. Hlutfall endurgreiðslunnar verði sömuleiðis 90% af viðurkenndum kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 1. júní 2021.
Frí Íslenskunámskeið;
Í ljósi þess að borið hefur á aukinni eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum þá hafa stjórnir sjóðanna ákveðið að gera samninga við símenntunarmiðstöðvar til að auka framboð á íslenskunámskeiðum og bjóða upp á fulla fjármögnun íslenskunámskeiða fram að 1. júní 2021. Skráning fer fram hjá símenntunarmiðstöðvum (félagsmönnum að kostnaðarlausu og reikningar sendir beint á sjóðina) og þá skiptir ekki máli hvort félagsmenn skrái sig sjálfir eða séu skráðir af atvinnurekanda inn á námskeiðin, hvort heldur sem er þá verður um fulla fjármögnun að ræða.
Hægt að sjá allar símenntunarmiðstöðvar um allt land hér: https://fraedslumidstodvar.is/
Námskeiðin eru að hluta til í fjarnámi og að hluta til í staðbundnu námi með takmörkuðum fjölda þátttakenda út af takmörkunum vegna sóttvarna.