Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 28. apríl 2022 sem haldinn var í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a.
- Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands telur að stéttarfélög sem launagreiðendur, eigi að vera til fyrirmyndar og koma fram af lipurð og virðingu við starfsfólk sitt, á sama hátt og þau krefjast þess af öðrum launagreiðendum.
- Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands tekur undir fordæmingu forseta ASÍ á þeim gjörningi forystu Eflingar að ráðast í hópuppsögn á starfsmönnum sínum og harmar þær árásir sem forsetinn hefur orðið fyrir vegna sinar framgöngu í þessu máli.
- Trúnaðarráðið skorar á Eflingu stéttarfélag og stjórn þess að draga til baka hópuppsögn á starfsmönnum skrifstofu Eflingar og biðja starfsmennina afsökunar á þessu frumhlaupi meirihluta stjórnarinnar.
- Stéttarfélag sem kemur fram við starfsfólk sitt á þann hátt sem stjórnendur Eflingar hafa gert, getur ekki verið trúverðugur málssvari launafólks.
- Stéttarfélag Vesturlands vill ekki eiga í neinum samskiptum við þau verkalýðsfélög sem láta þetta háttarlag Eflingar átölulaust.