Kæru félagsmenn.
Stjórnvöld leituðu til stéttarfélaga með að lána orlofseignir til íbúa Grindavíkur sem þurft hafa að flýja heimili sín og var ákveðið á fundi Trúnaðarráðs sl. miðvikudag að taka bæði Ásholt 2 og sumarhúsið í Ölfusborgum í það verkefni.
Því er búið að loka fyrir leigu á þeim orlofskostum fram á vorið.
Við vonum að félagsmenn sýni þessari aðgerð skilning og teljum afar mikilvægt að stéttarfélög og önnur félagasamtök sem geta leggi sitt af mörkum til að aðstoða íbúa Grindavíkur eins og frekast er unnt.