Kjarasamningar Samiðnar og LÍV samþykktir

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagar

Í hádeginu lauk kosningu um nýja kjarasamninga Samiðnar  og SA annarsvegar og LÍV (Landsambands íslenskra verslunarmanna) og SA hinsvegar og voru báðir samningar samþykktir. Stéttarfélag Vesturlands er aðili að báðum þessum landssamböndum.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

Kjarasamningur Samiðnar og SA: Á kjörskrá voru 24. 7 tóku þátt eða 29,17%,  6 sögðu já eða 85,71% og 1 sagði nei eða 14.29%

Kjarasamningur LÍV og SA: Á kjörskrá voru 132. 19 tóku þátt eða 14,39%, 18 sögðju já eða 94,74% og 1 skilaði auðu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei