Þeir félagsmenn í Stéttarfélagi Vesturlands sem starfa eftir almennum kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands við SA og eftir samningum vegna starfsfólks í veitinga-, gisti-, greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi, hafa samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 3. apríl sl. með 80,7% atkvæða þeirra sem tóku þátt. Eins hafa félagsmenn sem tilheyra verslunarmannadeild félagsins og starfa eftir kjarasamningum LÍV og SA samþykkt samninginn með 95,8% atkvæða. Hægt er að sjá nákvæmar niðurstöður hér að neðan.
Úrslit hjá SGS 2019.numbers-Niðurstöður (002)
Úrslit hjá SGS 2019.numbers-Stétt vest (002)
Copy of Niiðurstaða kosninga kjarasamninga 2019 (003)
of Niiðurstaða kosninga kjarasamninga 2019 (003)
Enn er ósamið við Iðnsveinadeildina og samningar hjá Ríki- og sveitarfélögunum hafa verið lausir frá 1. apríl og hafa ekki verið endurnýjaðir.