Þann 20.september kl 17:00 býður Stéttarfélag Vesturlands upp á kynningarfund um nýjan kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skrifað var undir 12. september sl. Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu og er möguleiki á að fá að vera í streymi. Þeir sem vilja fá að vera í streymi eru beðnir að senda tölvupóst á stettvest@stettvest.is
Við hvetjum alla félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélagi til að mæta og kynna sér samninginn og auðvitað taka afstöðu með því að taka þátt í atkvæðagreiðslunni um hann. Atkvæðagreiðslan er rafræn, en henni mun ljúka kl. 9:00 þriðjudaginn 26. september 2023. Atkvæðagreiðslan er rafræn, smellið hér til að kjósa.