Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með fimmtudeginum 29. júlí til og með föstudagsins 6. ágúst. Opnað verður aftur kl. 08:00 mánudaginn 9. ágúst.
Sjúkradagpeningar verða greiddir föstudaginn 30. júlí en öll vottorð og gögn vegna umsókna verða að berast í síðasta lagi fyrir kl. 15:00 föstudaginn 23. júlí.
Styrkir úr Sjúkrasjóði, Fræðslusjóðum og Orlofssjóði voru greiddir 2. júlí og verða greiddir næst 16. júlí.
Umsóknir sem berast eftir 15. júlí verða greiddar 13. ágúst.
Ef mál þola ekki bið má hafa samband við formann í síma 8949804
Félagsmönnum er bent á heimasíðu félagsins ef leita þarf upplýsinga um kjaramál.
Á vinnuréttarvef ASÍ og heimasíðum landssambandanna(SGS, Samiðnar og LÍV) má einnig finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.
Starfsmenn