English

Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands

Bótareglur frá og með 1. jan. 2024


Viðmið til að ná fullum bótarétti er kr. 48.000- sl. 12 mánuði, þessi tala er viðmið frá 1. jan. 2024. Meginreglan er að félagsmaður hafi greitt samfellt í 6 eða 12 mánuði til sjóðsins, þegar miðað er við rétt til einstakra styrka.

Í þeim tilvikum þegar iðgjaldagreiðendur stunda nám með vinnu svo sem vinna tvö sumur eða  stunda árstíðabundin störf er heimilt að telja 24 mánuði aftur í tímann þegar réttindi þeirra eru metin úr sjúkrasjóði. Hafi viðkomandi aðili náð að lágmarki sex mánaða starfi á tímabilinu hefur hann öðlast hlutfallslegan rétt enda hafi verið greitt af viðkomandi til sjóðsins á sama tímabili.

Geymd réttindi eldri borgara og öryrkja:

Samkv. grein 11.1 í reglugerð sjóðsins geymast réttindi sjóðsfélaga sem hættir eru störfum vegna aldurs eða örorku óskert í 12 mánuði frá starfslokum, hafi þeir greitt til sjóðsins síðustu 5 árin fyrir starfslok. Eftir það skulu þeir eiga rétt til 60% af þeim styrkjum sem greiðandi félagar njóta. Hafi réttindi félagsmanns fyrir starfslok verið lægri en 60%, skerðast þau réttindi hlutfallslega.

Einnig eiga aðstandendur þeirra rétt til dánarbóta samkv. þessari grein, nú kr. 315.000 eða minna í hlutfalli við geymd réttindi.

Grein 12.5 í reglugerð sjóðsins var virkjuð frá 1. jan. 2018:

Dagafjölda greiddra dagpeninga skv. 12.1 lið, til þeirra sem greitt er hlutfallslega lægra iðgjald af en 1%, er heimilt að skerða í sama hlutfalli og iðgjaldið er lægra en 1%.

Félagsmenn á almenna markaðnum og sem starfa hjá sveitarfélögum  120 dagar.
Félagsmenn er starfa hjá ríkinu 90 dagar. 

Almenni markaðurinn og sveitarfélögin greiða1% eða meira í sjúkrasjóð. Iðgjöld í sjúkrasjóð hjá ríkinu 0,75% af launum viðkomandi starfsmanns.

Nýtt niðurlag gr. 12.1 og  er það nú  svohljóðandi:

Stjórn sjóðsins getur við sérstakar aðstæður metið  hvort dagpeningar skuli greiddir lengur en eitt bótatímabil og hver upphæð dagpeninga skuli þá vera. Stjórn sjúkrasjóðs getur(við þessar aðstæður) gert félagsmanni, sem nýtur greiðslu úr sjóðnum, skylt að leita ráðgjafar hjá Virk.

Vakin er athygli á 15. grein reglugerðar sjóðsins um fyrningu bótaréttar :
15. grein - Fyrning bótaréttar
15.1       Réttur til dagpeninga í veikinda og slysaforföllum skv. gr.12.1 og 12.4 fellur niður sé þeirra ekki vitjað innan 12 mánaða frá því rétturinn stofnaðist.
15.2       Réttur til styrkja skv. reglugerð þessari fellur að öðru leyti niður sé þeirra ekki vitjað innan 12 mánaða frá því rétturinn stofnaðist.

Upphæðir hámarks dagpeninga og dánarbóta skulu hækkaðr frá 1. jan. ár hvert  miðað við launavísitölu samkvæmt lögum ASÍ. Dánarbætur taka mið af neysluverðsvísitölu frá 1. jan 2017.
Bótareglurnar voru síðast staðfestar á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands 17. maí 2020.
Bótareglur eins og þær eru nú  voru samþykktar á fundi Trúnaðarráðs 15. desember 2021.
Bótareglur lagðar fyrir fund Trúnaðarráðs 14. des. 2022 og samþykktar.
Bótareglur lagðar fyrir fund Trúnaðaráðs 5. des. 2023 og samþykktar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei