Verklagsreglur

Allar umsóknir til Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands skulu vera skriflegar og koma á þar til gerðum eyðublöðum, sem skrifstofur félagsins láta í té, eða eru sóttar á vefsíðu félagsins.

Skila þarf umsóknum um sjúkradagpeninga ásamt tilheyrandi fylgigögnum í síðasta lagi 25. dag mánaðar, til að umsókn fái afgreiðslu í þeim mánuði. Þá greitt er út síðasta virkan dag mánaðar. Vottorð vegna sjúkradagpeninga mega ekki vera eldri en 2 mánaða.

Styrkir úr sjúkrasjóði eru greiddir út annan hvern föstudag og þarf að skila umsókn og gögnum í síðasta lagi miðvikudag fyrir næstu úthlutun.

Allar umsóknir sem falla beint undir reglugerð sjóðsins eru afgreiddar af starfsmönnum félagsins en ef upp koma vafaatriði er umsóknin lögð fyrir stjórn sjóðsins.

Stjórn sjóðsins getur krafist þess að umsækjandi leggi fram viðbótargögn, s.s. vegna tekna frá TR, eða öðrum, þegar sjúkradagpeningar eru afgreiddir.

Krefji stjórn sjóðsins umsækjanda um vottorð sem hann þarf að greiða fyrir skal sá kostnaður endurgreiddur.
Stjórn sjóðsins skal óska eftir staðfestingu frá launagreiðanda um að veikindaréttur hafi verið tæmdur þegar sótt er um sjúkradagpeninga, á sama hátt skal óskað eftir upplýsingum um launalaus leyfi vegna veikinda maka eða barna.

Eingöngu er tekið við greiðslukvittunum þar sem sjá má staðfestar færslur/greiðslur frá íslenskum bankareikningi/greiðslukorti til viðkomandi aðila. Sjúkrasjóður tekur ekki gildar greiðslukvittanir sem greiddar eru með peningum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei