Ekki náðist skráning í rútu til Reykjavíkur í dag á kvennaverkfall. Því fer engin rúta en við vonum samt að konur og kvár sýni samstöðu og mæti á samstöðufund á Arnarhól. Jafnfrétti er ekki náð og næst ekki án okkar!
Lokað vegna kvennaverkfalls
Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður lokuð á föstudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls. Mínar síður eru alltaf opnar.
Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur!
Á föstudaginn næsta 24. október eru liðin 50 ár frá því að 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf og gengu fylgtu liði niður á Lækjartorg og mótmæltu kynjamisréttinu sem þær bjuggu við. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda sýndu konur fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið sem lamaðist þennan dag. Nú 50 árum síðar er baráttunni ekki lokið. …
Nútíma kvennabarátta – ráðstefna í Hörpu
Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni kvennaárs í Hörpu næst komandi föstudag. Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að varpa sérstöku ljósi á hinar fjölmörgu áskoranir sem mæta konum af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði og í samfélaginu. Þær festast gjarnan í láglaunastörfum, eiga erfitt með að fá hæfni og …
Stefnan tekin til næstu tveggja ára á 10. þingi SGS
Á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands sem lauk á dögunum var stefnan mótuð til næstu tveggja ára. Þar voru samþykktar sjö ályktanir um byggðamál, starfsemi PCC á Bakka, húsnæðismál, kjaramál, leikskólamál, lífeyrismál og starfsemi erlenda vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér á landi. Skoraði þingið á á stjórnvöld að standa vörð um landsbyggðina í byggðamálum enda skapar landsbyggðin stóran hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar með framleiðslu, …
Lentir þú í úrtaki?
Þessa dagana er Gallup að senda skoðunarkönnun út til félagsfólks Stéttarfélags Vesturlands. Við biðjum það félagsfólk sem lenti í úrtaki að svara hið fyrsta. Könnunin, sem unnin er í samvinnu við Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði, spyr um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsfólks. Með þátttöku í könnuninni lendir félagsfólk sjálfkrafa í happadrættispotti. Sumir vinningar skila sér strax við …
Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel í leikskólamálum
Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar á hinu svokallaða Kópavogsmódeli í leikskólamálum. Rannsóknin byggir á viðtölum við 20 foreldra leikskólabarna í Kópavogi en viðmælenda var aflað með tilviljunarkenndu úrtaki. Hvað er Kópavogsmódelið í leikskólamálum? Kópavogsmódelið er hugtak sem notað er yfir grundvallarbreytingar sem Kópavogsbær réðst í haustið 2023 á leikskólakerfinu. Breytingin fólst í að sex tíma …
Ályktun formannafundar SGS
Á dögunum sendi formannafundur Starfsgreinasambands Íslands frá sér ályktun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þar fordæmir fundurinn harðlega ákvörðun stjórnvalda um að afnema framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða frá og með næstu áramótum. Bitnar þessar breytingar ekki síst á verkamannsjóðum þar sem örorkubyrgðin er mest. „Þar safnar verkafólk, sem vinnur erfiðisvinnu og stendur undir samfélaginu með líkamlegu átaki, allt að …
Opinn trúnaðarráðsfundur í kvöld
Minnum félagsfólk okkar á opinn fund Trúnaðarráðs í kvöld, mánudag 15. september, klukkan 18:00. Dagskrá fundarinns er sem hér segir: Kjör þriggja manna uppstillingarnefndar vegna trúnaðarstarfa fyrir félagið samkv. 20. gr. laga félagsins. kjör fimm fulltrúa á 10. þing SGS sem haldið er á Akureyri 8.-10. október nk. kjör tveggja fulltrúa á 34. þing LÍV sem haldið er í Reykjavík …
Mansal á vinnumarkaði – fræðsla
Mansal er ein grófasta birtingamynd mannréttindabrota og nauðsynlegt að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur séu meðvituð um þá vaxandi ógn sem mansal er. Talið er að nærri 21 milljón manns séu þolendur mansals í heiminum, þar af 16,5 milljónir í nauðungarvinnu. Þrátt fyrir alþjóðlega baráttu gegn mansali hefur vandinn vaxið síðustu ár og mun sennilega halda áfram að vaxa. Þó að …








