SGS vísar kjaradeilu við ríkið til ríkissáttasemjara

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) telur einsýnt að ekki verði komist lengra í viðræðum við samninganefnd ríkisins vegna endurnýjunar kjarasamnings SGS og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs sem rann út 31. mars 2023. Samningsaðilar hafa á undanförnum vikum átt fjölmarga fundi þar sem SGS hefur komið kröfum sínum málefnalega á framfæri við samninganefnd ríkisins, en án árangurs. Í ljósi þess hversu langt …

Vinnutími barna og unglinga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú þegar sumarið er á næsta leiti eru ungmenni um allt hérað að hefja störf, sum í sinni fyrstu vinnu. En börn og ungmenni mega ekki vinna endalaust og með því að ýta  hér má sjá hvernig vinnu þeirra skuli háttað samkvæmt vinnuréttarlögum.

Útboðum á ræstingu hjá ýmsum stofnunum Borgarbyggðar mótmælt

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Kjölur stéttarfélag í almannaþjónustu mótmæla vinnubrögðum sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna fyrirhugaðs útboðs á ræstingum hjá ýmsum stofnunum sveitarfélagsins. Stéttarfélögin og þeir félagsmenn þeirra sem starfa hjá Grunnskóla Borgarness sem skólaliðar með ræstingu furða sig á þessari ákvörðun. Í nóvember 2022 segir m.a. í fundargerð Byggðarráðs  um stöðu ræstinga að: mikilvægt sé að horfa til gæða, sveigjanleika og fyrirsjáanleika …

1.maí í Borgarnesi og Búðardal

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Það var ánægjulegt hversu margir komu með okkur í kröfugöngu 1.maí sl. en í ár voru 50 ár síðan fyrst var gengin kröfuganga í Borgarnesi. Einnig komu margir á baráttufundinn okkar sem haldinn var í Hjálmakletti sem var virkilega gaman. Fram komu krakkar á unglingastigi Grunnskólans í Borgarnesi sem sungu fyrir okkur lög úr Mamma Mía og Sigga Beinteins söng …

Fyrstur kemur fyrstur fær ….

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn Nú er úthlutun lokið í orlofshúsin okkar í sumar og opnað hefur verið fyrir þær vikur sem eru lausar og gildir fyrstur kemur fyrstur fær Hægt er að skoða og bóka sumarhús á orlofsvefnum okkar hér

Finnbjörn A. Hermannsson kjörinn forseti ASÍ

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Finnbjörn A. Hermannsson var í dag kjörinn forseti ASÍ á 45. þingi Alþýðusambands Íslands. Finnbjörn var sjálfkjörinn í embættið og engin mótframboð bárust. Finnbjörn hefur áratuga reynslu af störfum í verkalýðshreyfingunni. Hann lét nýlega af störfum sem Formaður Byggiðnar, áður Trésmíðafélags Reykjavíkur þar sem hann hafði verið í forsvari í 26 ár.   Þá voru kjörnir varaforsetar. Í embætti fyrsta …

Ný forysta í brúnni

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands sem haldinn var í Alýðuhúsinu þann 26.aprí 2023 voru gerðar breytingar á stjórn félagsins. Signý Jóhannesdóttir lét af formennsku eftir 15 ár í starfi en í heildina hefur Signý starfað á þessum vettvangi í yfir 40 ár. Baldur Jónsson ritari félagsins gaf heldur ekki kost á sér áfram og fer hann því úr stjórn eftir setu …

Úthlutun sumarhúsa

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félgsmenn Búið er að úthluta í sumarúthlutun í orlofskosti félagsins. Þeir sem fengu úthlutað hafa til 5.maí til að greiða ef þeir ætla að tryggja sína viku. 8.maí kl 10:00 opnar svo fyrir fyrstur kemur fyrstur fær. Við minnum á að Veiðikortið og Útilegukortið er eingöngu til sölu í gegnum orlofskerfið okkar hér.