Samningur Stétt Vest og MB vegna sálfræðiþjónustu endurnýjaður

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Þann 25. maí 2022 skrifuðu skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og formaður Stéttarfélags Vesturlands, fyrir hönd Sjúkrasjóðs félagsins, undir samkomulag um stuðning við nemendur sem stunda nám í MB. Stuðningurinn er í  formi endurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands hefur styrkt nemendur MB með þessum hætti síðustu sex skólaár og er samningurinn til tveggja ára og er hugsaður sem forvörn gegn brottfalli …

Lausar vikur í sumar :)

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Kæru félagsmenn  í dag 25.maí er enn laust í sumarhúsum okkar sem hér segir: 1.-8. júní – Akureyri og Ölfusborgir 1.- 7. júlí – Kiðárskógur 1 17.-24. ágúst allir nema Ölfusborgir 24.-31. ágúst – Akureyri og Kiðárskógur 1 Til að bóka er best að fara inn á orlofsvefinn okkar með að ýta hér

Veiði og útilegukort – pantið með góðum fyrivara

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Sumarið 2022 býður Stéttarfélag Vesturlands félagsmönnum enn og aftur upp á að kaupa Útilegukortið og Veiðikortið á sérkjörum. Með því að kaupa kortið hjá félaginu geta félagsmenn því sparað verulega. Kaupa þarf kortin í gegnum Orlofshúsavefinn, þá sendist pöntun til viðkomandi söluaðila sem senda kortin til félagsmanna í pósti. Kortin verða EKKI til sölu á skrifstofum félagsins. Athugið að gott …

Vinnutími barna og unglinga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Nú þegar sumarið er á næsta leiti eru ungmenni um allt hérað að hefja störf, sum í sinni fyrstu vinnu. En börn og ungmenni mega ekki vinna endalaust og með því að ýta  hér má sjá hvernig vinnu þeirra skuli háttað samkvæmt vinnuréttarlögum.

Ertu með græna fingur?

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands auglýsir eftir einstaklingi eða verktaka sem vill annast umhirðu lóðar á Sæunnargötu 2a og slátt á tveim grasblettum við sumarhús félagsins í Húsafelli í sumar. Áhugasamnir hafi samband við skrifstofu félagsins á Sæunnargötu 2a, stettvest@stettvest.is eða í síma 4300430

Ávarp Stéttarfélags Vesturlands sem var flutt á baráttufundum í Borgarnesi og í Búðardal

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Ágætu samkomugestir – gleðilegan baráttudag! Fyrir hönd stéttarfélaganna vil ég senda verkafólki um allan heim baráttukveðjur og taka undir kröfuna um jafrétti, frið og bræðralag öllu verkafólki til handa. Reyndar er krafan um frið nauðsylegri en oft áður þar sem við stöndum allt í einu á því herrans ári 2022, frammi fyrir ófriði í okkar nánasta umhverfi. Innrás Rússa í …

Hópuppsagnir fordæmdar

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 28. apríl 2022 sem haldinn var í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a. Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands telur að stéttarfélög sem launagreiðendur, eigi að vera til fyrirmyndar og koma fram af lipurð og virðingu við starfsfólk sitt, á sama hátt og þau krefjast þess af öðrum launagreiðendum. Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands tekur undir fordæmingu forseta ASÍ …

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Aðalfundur Stéttarfélags Vesturlands verður í Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a miðvikudaginn 4.maí kl 19:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt félagslögum Önnur mál Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá óvæntan glaðning  Góðar veitingar í boði  Félagar – Sýnum samstöðu, fjölmennum á aðalfundinn Stjórn Stéttarfélags Vesturlands  

1.maí 2022 í Borgarnesi og Dalabyggð

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

1.maí hátíðar – og baráttufundur verður haldinn  í Hjálmakletti Borgarnesi kl 11:00 Dagskrá: Hátíðin sett Söngur: Signý María Völundardóttir Nemendur úr tónlistarskóla Borgarfjarðar Ávarp Söngfjölskyldan úr Kveldúlfsgötunni, Theódóra, Olgeir Helgi og Sigríður Ásta Internasjónallinn Félögin bjóða samkomugestum í súpu og brauð að fundi loknum. Foreldrar og nemendur 9.bekkjar GB sjá um veitingar Kvikmyndasýning fyrir börn verður í Óðali kl 13:30, …