Stéttarfélag Vesturlands sendir hugheilar jólakveðjur

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands sendir öllum félögum sínum hugheilar jóla og nýjársóskir. Félagið sendir sérstakar kveðjur til þeirra sem eiga um sárt að binda, hvort sem er í efnahags- eða félagslegu tilliti. Það er á stundum eins og um jólahátíðina sem menn minnast ástvina sinna og vilja gleðja ættingja og vini, sem tilfinningar eins og missir eða skortur verða hvað sárastar.


Stéttarfélag Vesturlands eins og mörg önnur stéttarfélög reynir að koma á framfæri stuðningi við bágstadda, til að létta þeim jólaundirbúninginn. Á meðfylgjandi mynd er Elva Pétursdóttir starfsmaður Rauðakrossins með í höndunum kveðju frá félaginu sem látin er fylgja þeim framlögum sem Rauðikrossinn sér um að úthluta hér í Borgarnesi. Félagið hefur einnig verið í sambandi við  Rauðakrossinn í Dalabyggð og félagsmálayfirvöld í Hvalfjararsveit.  

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei