Félagsmálaskóli alþýðu

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af ASÍ og BSRB. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.

Netfang: fraedsla@asi.is
Vefsíða: www.felagsmalaskoli.is

Félagsmálaskólinn býður reglulega upp á námskeið fyrir starfsfólk stéttarfélaga, trúnaðarmenn og stjórnarmenn þar sem lögð er áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er boðið upp á námskeið sem taka á málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni. Þá geta stéttarfélög pantað námskeið til að móta starf og stefnu og styrkja talsmenn sína.

Nú um þessar mundir eru mörg fróðleg námskeið að fara af stað eins og sjá má hér til dæmis frábært námskeið um virka hlustun og krefjandi samskipti.

Við mælum eð að þið kynnið ykkur þetta

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei