Tilkynning frá stjórn Sameignarfélags Ölfusborga

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Stjórn Sameignarfélags Ölfulborga hefur ákveðið að loka orlofsbyggðinni fyrir dvöl og allri umferð frá og með mánudeginum 6. apríl nk til 30. apríl.

Þetta er gert vegna tilmæla Almannavarna og Landlæknis í baráttunni við Covid-19 veiruna.

Spár sérfræðinga gera ráð fyrir því að faraldurinn verði í hámarki um og eftir páskana og því telur stjórnin ábyrgt að grípa til þessara ráðstafana, þótt það sé ekki auðvelt.

Um páskana var von á fólki í öll húsin, víðsvegar að af landinu og hætta á að einhver þeirra bæri með sér smit væri umtalsverð.

Eigendur húsanna munu hafa samband við þá sem voru búnir að leigja hús á tímabilinu.

Stjórnin vonast til þess að faraldurinn gangi fljótt yfir og ástandið verði komið í eðlilegt horf í maí.

 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei