Laun í sóttkví

Stéttarfélag Vesturlands Fréttir

Markmið laga um tímabundnar greiðslur launa til einstaklinga í sóttkví er að launafólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni þegar það fylgir fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví.

Meginreglan er sú að atvinnurekendi greiðir starfsmanni sem sætir sóttkví laun en ríkið endurgreiðir atvinnurekandanum kostnaðinn fyrir utan launatengd gjöld. Við sérstakar kringumstæður, eins og verktöku eða verkefnastörf, geta einstaklingar sótt sjálfir um greiðslur á vef Vinnumálastofnunar.

Skilyrði fyrir greiðslum eru m.a. að einstaklingur hafi sannanlega verið í sóttkví samkvæmt beinum fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og að hann hafi ekki getað sinnt vinnu að hluta eða öllu leyti þaðan sem hann sætti sóttkví. Ef fjarvinna er möguleg skerðast greiðslur sem því nemur. Réttindin til launa taka einnig til tilvika þar sem barn undir 13 ára aldri í forsjá launamanns sætir sóttkví, sem og barn undir 18 ára aldri með langvarandi stuðningsþarfir. Hámarksfjárhæð (21.100 kr.) er greidd fyrir hvern dag í sóttkví.

Úrræði þetta var lögfest 20. mars 2020 og gilti þá fyrir tímabilið 1. febrúar til 30. apríl 2020. Haustið 2020 var það hins vegar framlengt til 31. desember 2021.

Það er lögfræðilegt mat ASÍ að fari fólk í sóttkví í sumarleyfi teljist það ekki sem orlofsdagar.

Vinnumálastofnun hefur tekið saman nánari upplýsingar um rétt til launa í sóttkví.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei